Birt á Facebook 30.11.2024 kl. 11:20
Til hamingju með lýðræðið okkar og þessa litríku og áhugaverðu kosningabaráttu! Ég ákvað að stíga til hliðar og sleppa því að vera á framboðslista að þessu sinni.
Ég vil þakka öllum sem buðu sig fram, óháð flokkum, fyrir að sýna hugrekki og leggja vinnu í að gera lýðræðið okkar lifandi og öflugt. Þið eruð sannar hetjur lýðræðisins! Það er ekki auðvelt að stíga fram, berskjalda sig og jafnvel þurfa að selja eigin hugmyndir – og sjálfan sig – fyrir allri þjóðinni. Þið eigið skilið lof og virðingu, og það er svo mikilvægt að við höfum ferskt blóð og nýja strauma í stjórnmálunum.
Ég vona af öllu hjarta að þeir sem fá sæti á Alþingi vinni saman, leggi niður skotgrafirnar og sýni okkur hina dýrmætu samvinnu sem á sér stað á bak við tjöldin (meira af því í fréttunum, takk!). Alþingi á að vera okkar fyrirmynd í jákvæðum samskiptum og góðum vinnubrögðum.
Og þegar kemur að ríkisstjórninni, þá vona ég að valið byggist á hæfni – ekki bara persónulegum metnaði þingmanna. Það væri líka kærkomin breyting ef ráðherrar hættu að vera þingmenn á meðan þeir sinna ráðherrastörfum. Það er bara skrítið að hafa eftirlit með sjálfum sér, er það ekki? Kannið endilega hvort þið finnið ekki einhverja öfluga stjórnendur utan þings sem vilja taka svona mikilvæg störf að sér.
Að lokum er ég spenntur fyrir kosningasjónvarpinu í kvöld – bestu skemmtun sem lýðræðið býður upp á! 😊 Vonandi fáum við nýtt og öflugt fólk til valda sem mun standa sig vel. Áfram lýðræðið!
